Áfallasjóður

Umsókn um aðstoð


Áfallasjóði er ætlað að aðstoða fólk á höfuðborgarsvæðinu sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli, s.s. í tengslum við sjúkdóma eða slys, og fær litla eða enga aðstoð annars staðar frá. Tilgangur áfallasjóðs er að hjálpa fólki að ná sér aftur á strik fjárhagslega eftir slík ófyrirséð fjárhagsleg áföll.

Mánaðarlega er farið yfir umsóknir og þá aðstoð sem hægt er að veita, en aðstoðin er aðallega fólgin í því að reikningar eru greiddir fyrir skjólstæðinga upp að tiltekinni fjárhæð. Sjaldnast er um að ræða beina peningagjöf.

Hægt er að sækja um aðstoð hér að neðan.

Eftir að umsókn hefur verið send inn er óskað eftir gögnum sem sýna tekjur, þ.e. staðgreiðsluyfirlit frá RSK.  Einnig er óskað eftir greinargerð frá félagsráðgjafa umsóknar til stuðnings (með undanþágu er hægt að taka við greinagerð frá heilbrigðisstarfsmann eða presti). 

Í greinargerðinni ætti að koma fram hver fjárhagsstaða umsækjanda er, hvernig heilsutengt áfall hefur neikvæð áhrif á hana, lýsing á af hverju önnur úrræði dugi ekki til, hver helstu útgjöld sem umsækjandi stendur frammi fyrir eru og hvaða kostnað mælt er með að sjóðurinn standi undir. 

Umsækjandi samþykkir að innsend fylgigögn séu staðreynd.

Vinsamlega athugið að umsóknir þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar og er svarað fyrir lok mánaðar. 

Sjóðstjórn er skipuð fulltrúum deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúum landsskrifstofu. Hlutverk sjóðsstjórnar er að setja sjóðnum stefnu og reglur, afla tekna, fylgjast með starfi úthlutunarnefndar, fara yfir stöðu sjóðsins á fundum og taka afstöðu til álitaefna sem upp hafa komið. Úthlutunarnefnd, sem í eru tveir einstaklingar sem þekkja til velferðarmála og einn fulltrúi sjóðsstjórnar, tekur endanlegar ákvarðanir um úthlutanir.

Starfsmaður undirbýr fundi úthlutunarnefndar og útbýr yfirlit um allar umsóknir, situr jafnframt fundina og ritar fundargerð. Hann er einnig umsækjendum innan handar um útfyllingu umsókna.

Sendu verkefnastjóra tölvupóst.

Umsókn um stuðning úr áfallasjóði Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

Rauði krossinn heitir fyllsta trúnaði varðandi umsóknir og þau gögn sem skilað er inn. Með því að fylla inn og senda umsókn gefur umsækjandi Rauða krossinum leyfi til að geyma upplýsingarnar í að hámarki eitt ár, þar sem þær eru aðeins aðgengilegar starfsmanni Áfallasjóðs.

Vinsamlega athugið að umsóknir þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar og er þá svarað fyrir lok mánaðar.

Athugið að ráðlegt getur verið að fá aðstoð við umsóknina s.s. frá félagsráðgjafa, heilbrigðisstarfsmanni eða presti í þínu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu.

Í flestum tilvikum eru greiddir reikningar fyrir fólk, þannig að sjaldnast er um að ræða beina peningagjöf.

 


Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: