• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Breiðdal

Kennitala 700981-1189

Rauði krossinn í Breiðdal var stofnaður 23. september 1981 og fyrsti formaður stjórnar var Bragi Björgvinsson. Deildin er ein af sex deildum í deildaráði Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur.

Starfssvæði deildarinnar er Breiðdalshreppur og er fundaraðstaða í Nesbúð í húsi slysavarnardeildarinnar.

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöð er staðsett í grunnskólanum á Breiðdalsvík. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

Deildin fer í grunnskólann með kynningu á starfi Rauða krossins og elstu bekkjum grunnskólans hefur verið boðið á skyndihjálparnámskeið.

Tekið er á móti notuðum fötum og er söfnunargámur staðsettur á svæði sorpflokkunar á Breiðdalsvík. Sjálfboðaliðar sjá þar um að tæma gáminn.

Föt sem framlag er verkefni sem styður við alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar prjóna og sauma og útbúa fatapakka sem sendir eru til fátækra í Hvíta-Rússlandi.

Deildir á Austurlandi starfa saman að ýmsum verkefnum, s.s neyðaraðstoð, fjáröflun, kynningum, námskeiðahaldi og einnig hafa Suðurfjarðadeildirnar verið með samveru fyrir eldri borgara.

Alcoa Fjarðarál styður verkefni deildarinnar með fjárframlagi og starfsmenn gefa tíma sinn í hinu svokallaða Action-verkefni.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.


Stjórn

Breiðdalsdeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Sigríður Stephensen Pálsdóttir Formaður formadur.breiddalur (hjá) redcross.is
Lilja Björk Jónasdóttir Ritari
Karl Þórður Indriðason Gjaldkeri gjaldkeri.breiddalur ( @ ) redcross ( . ) is
Ingibjörg Hulda Jónsdóttir Meðstjórnandi
Sigrún Birgisdóttir Meðstjórnandi
Guðný Harðardóttir Varamaður
Helga Rakel Arnardóttir Varamaður