• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Eskifirði

Kennitala 590679-0549

Eskifjarðardeild Rauða krossins var stofnuð 1. júlí 1975 og fyrsti formaður stjórnar var Sigurður H. Guðmundsson. Deildin er ein af sex deildum í deildaráði Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur.

Deildin er með aðstöðu í húsnæði Samkaupa, Strandgötu 50, þar sem Stóra Rauða kross búðin er einnig til húsa. Deildin er með aðgang að herbergi og fundaraðstöðu í áhaldahúsinu. Stóra Rauðakrossbúðin er staðsett á efri hæð Samkaupa og er opin laugardaga klukkan 12-14 og þriðjudaga klukkan 16-18.

Starf deildarinnar:

Neyðarvarnir/fjöldahjálp: Fjöldahjálparstöð er staðsett í grunnskóla Eskifjarðar. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega bæði í samstarfi við aðrar deildir og einnig á Eskifirði og fær 10. bekkur grunnskólans skyndihjálparnámskeið árlega.

Þá heldur deildin námskeiðið Börn og umhverfi í grunnskóla Eskifjarðar.

Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum á Eskifirði eftir þörfum.

Eldri borgarar á Eskifirði útbúa fatapakka sem fara til fátækra í Hvíta-Rússlandi.

Sjálfboðaliðar deildarinnar styðja fólk af erlendum uppruna með því að tala við þá íslensku á bókasafninu.

Heimanámsaðstoð er í boði fyrir grunnskólabörn þar sem kennarar í sjálfboðavinnu hjálpa grunnskólabörnum við nám sitt.

Fatasöfnunargámur er staðsettur neðan við áhaldahúsið við Strandgötuna og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum til Eimskipa sem flytur þau endurgjaldslaust til fataflokkunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Alcoa Fjarðarál hefur stutt ýmis verkefni deildarinnar með fjárframlagi og starfsmenn gefa tíma sinn í hinu svokölluðu Action-verkefni.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.


https://www.facebook.com/Rau%C3%B0i-krossinn-%C3%A1-H%C3%A9ra%C3%B0i-og-Borgarfir%C3%B0i-214022428662483/?fref=ts
Stjórn

Eskifjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Guðrún Margrét Björnsdóttir Formaður formadur.eskifjordur (hjá) redcross.is
Sigurjón Valmundsson Ritari
Guðrún Kristmannsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.eskifjordur (hjá) redcross.is
Jan Pawel Slota Meðstjórnandi
Malgorzata Beata Libera Meðstjórnandi
Bea Boudina J.G.Meijer Varamaður
Pétur Karl Kristinsson Varamaður