• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Héraði og Borgarfirði

Kennitala 620780-2949

Deildin var stofnuð 9. mars 1974. Fyrsti formaður stjórnar var Guðmundur Sigurðsson héraðslæknir. 

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöðvar eru staðsettar í grunnskólanum á Egilsstöðum og í grunnskólanum á Borgarfirði eystra. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega, yfirleitt að vori til. Námskeið í skyndihjálp hafa árlega verið í boði fyrir Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Námskeiðið Börn og umhverfi er haldið í byrjun sumars ár hvert en það er ætlað ungmennum 12 ára og eldri.

Heimsóknavinir fá þjálfun og starfa við að heimsækja gestgjafa bæði á einkaheimilum og stofnunum.

Grunnskólabörn af erlendum uppruna eiga kost á að fá heimanámsaðstoð og hálfsmánaðarlega koma sjálfboðaliðar saman á bókasafni bæjarins til þess að hitta innflytjendur og spjalla við þá á íslensku. Verkefnið er unnið í samvinnu við Soroptimista á Austurlandi. Auk þessa heldur deildin matreiðslukvöld þar sem fólk af ólíkum uppruna kynnir matreiðslu frá heimalandinu.                         

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar koma reglulega saman og útbúa fatapakka fyrir börn sem er sendir til Hvíta-Rússlands. Það er saumað og prjónað og heklað og pakkað og margir senda prjónles sem unnið er heima.

Deildin rekur tvær verslanir, Nytjahúsið og Fatabúðina að Dynskógum 4. Opið á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum 16-18 og laugardögum 12-14.

Fatasöfnunargámar eru staðsettir við áhaldahús sveitarfélagsins við Tjarnarás, sjálfboðaliðar sjá um að flokka fatnað en Eimskip flytur hann endurgjaldslaust til fatasöfnunar Rauða krossins í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 863 3616.

  https://www.facebook.com/Rau%C3%B0i-krossinn-%C3%A1-H%C3%A9ra%C3%B0i-og-Borgarfir%C3%B0i-214022428662483/?fref=ts%29Stjórn

Héraðs- og Borgarfjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Ragnhildur Rós Indriðadóttir Formaður formadur.herad.borg (hjá) redcross.is 8603830
Margrét Aðalsteinsdóttir Ritari haafell2 ( @ ) simnet ( . ) is 8679756
Málfríður Björnsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.herad.borg (hjá) redcross.is 8697218
Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir Meðstjórnandi hsigurbjornsdottir93 ( @ ) gmail ( . ) com 8474508
Jóhanna G Hafliðadóttir Meðstjórnandi johannah ( @ ) egilsstadir ( . ) is 8667582
Berglind Sveinsdóttir Varamaður beggasveins ( @ ) gmail ( . ) com 8962014
Sigríður Herdís Pálsdóttir Varamaður naust ( @ ) simnet ( . ) is 6604221