• Rauda-kross-mynd

Rauði krossinn í Múlasýslu

Kennitala 620780-2949

Kennitala Múlasýsludeildar: 620780-2949
Reikningsnúmer: 030526-002437

Rauði krossinn í Múlasýslu var stofnaður 1. janúar 2019 við sameiningu Vopnafjarðardeildar og Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins. Fyrsti formaður nýrrar deildar, Berglind Sveinsdóttir, var kosinn á fyrsta aðalfundi 18. febrúar 2019. Starfssvæði deildarinnar nær yfir Borgarfjörð eystra, Fljótsdalshérað og Vopnafjörð. Aðsetur Rauða krossins í Múlasýslu er í Dynskógum 4, Egilsstöðum.

Þann 1. nóvember 2020 sameinaðist Seyðisfjarðardeild einnig Múlasýsludeild.

Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/Fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi og eru fjöldahjálparstöðvar deildarinnar á eftirfarandi stöðum.

Borgarfjörður eystri: Grunnskóli Borgarfjarðar eystra

Fljótsdalshérað: Egilsstaðaskóli, Tjarnarlönd 11

Seyðisfjörður:  Félagsheimilinu Herðubreið

Vopnafjörður: Vopnafjarðarskóli, Lónabraut 12

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega og auglýst. Einnig geta fyrirtæki haft samband við deildina ef áhugi er fyrir að kaupa námskeið. Þá býður deildin nemendum í 10. bekk grunnskólanna uppá skyndihjálparnámskeið. Námskeiðið Börn og umhverfi er haldið í byrjun sumars ár hvert en það er ætlað ungmennum 12 ára og eldri.

Heimsóknarvinir fá þjálfun og starfa við að heimsækja gestgjafa bæði á einkaheimilum og stofnunum.

Ökuvinir er verkefni sem deildin kom á koppinn og er gert í samstarfi við Hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum. Íbúum þar er boðið upp á ökuferð sem endar yfirleitt á kaffihúsi með hressingu.

Grunnskólabörn af erlendum uppruna eiga kost á að fá heimanámsaðstoð og deildin heldur árlega matreiðslunámskeið þar sem íbúar af erlendum uppruna kynna matarmenningu síns heimalands

Deildin rekur tvær verslanir á Egilsstöðum, Nytjahúsið og Fatabúðina, staðsettar að Dynskógum 4. Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16-18 og á laugardögum kl. 12-14. Sjálfboðaliðar starfa í verslununum á opnunartíma.

Fatasöfnunargámar eru staðsettir á svæðinu. Sjálfboðaliðar sjá um að tæma og flokka fatnað, það sem er ekki nýtt á svæðinu flytur Eimskip endurgjaldslaust til fatasöfnunar Rauða krossins í Reykjavík

Borgarfjörður eystri: Við áhaldahús Borgarfjarðar

Fljótsdalshérað: Við svæði Íslenska Gámafélagsins, Tjarnarási 9, Egilsstöðum

Seyðisfjörður: Við húsnæði Endurvinnslunnar Fjarðagötu.

Vopnafjörður: Við Sorpstöðina

Deildin er aðili að neyðaraðstoð sem úthlutar fjármunum til nauðstaddra á svæðinu, aðalúthlutunin fer fram fyrir jólahátíðina ár hvert.

Múlasýsludeild styður einnig við valdeflingu fólks með geðrænan vanda með ýmis konar verkefnum í samstarfi við aðra.

Deildin hefur verið í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum þar sem nemendur í lífsleikni fá kynningu á starfinu og velja sér verkefni til að taka þátt í.

Starfsmaður deildar er Guðný Anna Ríkharðsdóttir

Starfsmaður verslana er Margrét Arnardóttir

Viltu gerast sjálfboðaliði?
Starf Rauða krossins er borið uppi af sjálfboðaliðum. Við getum bætt við fleiri sjálfboðaliðum í öll okkar verkefni, hver klukkustund telur þó hún sé bara einu sinni í mánuði. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að ganga í hóp sjálfboðaliða Rauða krossins í Múlasýslu https://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/


Stjórn

 Hlutverk Nafn Netfang
FormaðurBerglind Sveinsdóttirformadur.mulasysla ( hja ) redcross.is
VaraformaðurSölvi Kristinn Jónsson 
GjaldkeriSigríður Herdís Pálsdóttir gjaldkeri.mulasysla ( hja ) redcross.is
RitariGuðný Drífa Snæland 
MeðstjórnandiGuðjón Sigurðsson
MeðstjórnandiBergljót Kemp Georgsdóttir
 
MeðstjórnandiHelga Björg Eiríksdóttir 
 VaramaðurBylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir 
 VaramaðurElísabet Dögg Sveinsdóttir
 
 VaramaðurMargrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar 
 VaramaðurTrausti Marteinsson