• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Norðfirði

Kennitala 620780-2519

Norðfjarðardeild Rauða krossins var stofnuð 3. maí 1975 og fyrsti formaður stjórnar var Svavar Stefánsson. Deildin er ein af sex deildum í deildaráði Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur. Deildin er með aðstöðu á Egilsbraut 5.

Starf deildarinnar:
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöð er staðsett í grunnskóla Norðfjarðar. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega og fær 10. bekkur grunnskólans skyndihjálparnámskeið árlega. Þá hefur deildin heimsótt leikskóla bæjarins og kynnt þeim skyndihjálp.

Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum á Norðfirði.

Sjálfboðaliðar deildarinnar styðja fólk af erlendum uppruna með því að tala við það á íslensku á bókasafninu.

Fatasöfnunargámur er staðsettur á bryggjunni við Flytjanda (vestan megin) og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum á bretti og Eimskip flytur þau endurgjaldslaust til fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Alcoa Fjarðarál styður verkefni deildarinnar með fjárframlagi og starfsmenn gefa tíma sinn í hinu svokölluðu Action-verkefni.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.


Stjórn

Norðfjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Ingibjörg H Sveinbjörnsdóttir Formaður formadur.nordfjordur (hjá) redcross.is 6167859
Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.nordfjordur (hjá) redcross.is 6591959
Sigurfinnur Líndal Stefánsson Meðstjórnandi sigurfinnur ( @ ) gmail ( . ) com 8213452
Sigurlaug Sveinsdóttir Meðstjórnandi midgardur1 ( @ ) simnet ( . ) is 8611998
Jóhann Þ. Þórðarson Varamaður joisteini ( @ ) gmail ( . ) com 8951045