• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Reyðarfirði

Kennitala 620780-1629

Reyðarfjarðardeild Rauða krossins var stofnuð 31. janúar 1976 og fyrsti formaður stjórnarinnar var Aðalsteinn Eiríksson. Deildin er ein af sex deildum í deildaráði Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur.

 

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöð er staðsett í grunnskóla Reyðarfjarðar. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

 

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega bæði í samstarfi við aðrar deildir og einnig á Reyðarfirði og fær 10. bekkur grunnskólans skyndihjálparnámskeið árlega. Þá heldur deildin námskeiðið Börn og umhverfi fyrir elstu nemendur grunnskóla bæjarins.

Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum.

Prjónahópur eldri borgara búa til afurðir sem fara í Rauða kross búðir um allt land.

Sjálfboðaliðar deildarinnar styðja fólk af erlendum uppruna með því að tala við það á íslensku á bókasafninu.

Fatasöfnunargámur er staðsettur á gámasvæðinu og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum á bretti og Eimskip flytur þau endurgjaldslaust til fataflokkunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Alcoa Fjarðarál styður verkefni deildarinnar með fjárframlagi og starfsmenn gefa tíma sinn í hinu svokölluðu Action-verkefni.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.

 


Stjórn

Reyðarfjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Guðrún María Ísleifsdóttir Ritari formadur.reydarfjordur ( @ ) redcross ( . ) is
Guðmunda Erlendsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.reydarfjordur (hjá) redcross.is
Ásdís Bóasdóttir Meðstjórnandi
Björgvin Þórarinsson Meðstjórnandi
Unnur Þórleifsdóttir Varamaður