• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Seyðisfirði

Kennitala 620780-3329

Seyðisfjarðardeild Rauða krossins var stofnuð 21. nóvember 1976 og var fyrsti formaður stjórnar Jón Guðmundsson. Deildin er með aðstöðu í Sæbóli, björgunarsveitarhúsi bæjarins.

 

Starfið í deildinni 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöð er staðsett í félagsheimilinu Herðubreið. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

 

Skyndihjálparnámskeið eru haldin fyrir almenning og fyrirtæki og fá efstu bekkingar grunnskólans skyndihjálparnámskeið reglulega. Þá heldur deildin námskeið um slysahættur barna fyrir leikskólakennara og foreldra barna.

Föt sem framlag er verkefni sem styður við alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar útbúa fatapakka sem fara til Hvíta-Rússlands.

Fatasöfnunargámur er staðsettur við húsnæði Endurvinnslunnar Fjarðagötu og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum á bretti og Eimskip flytur þau endurgjaldslaust  til fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.


Stjórn

Seyðisfjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Guðjón Sigurðsson Formaður formadur.seydisfjordur (hjá) redcross.is
Einar Hólm Guðmundsson Gjaldkeri gjaldkeri.seydisfjordur (hjá) redcross.is
Trausti Marteinsson Meðstjórnandi
Þrúður Halla Guðmannsdóttir Meðstjórnandi