• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Stöðvarfirði

Kennitala 700981-0969

Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins var stofnuð 24. september 1981 og fyrsti formaður stjórnar var Björn Kristjánsson, símstöðvarstjóri. Deildin er ein af sex deildum í deildaráði Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur.

Deildin er staðsett að Bankastræti 1 þar sem Litla Rauðakross búðin er
starfrækt. Búðin er opin á laugardögum frá kl. 14–16 og selur föt, lopa og nytjahluti.

Starfið í deildinni 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöð er staðsett í grunnskóla Stöðvarfjarðar. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin bæði í samstarfi við aðrar deildir og einnig á Stöðvarfirði og fá elstu bekkir grunnskólans skyndihjálparnámskeið reglulega.

Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum.

Föt sem framlag er verkefni sem styður við alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar útbúa fatapakka sem fara til Hvíta-Rússlands.

Þá heldur deildin úti ungmennastarfi í samvinnu við sveitarfélagið Fjarðabyggð og fer starfsemin fram í félagsheimilinu.

Fatasöfnunargámur er staðsettur við Sköpunarmiðstöðina og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum á bretti og Eimskip flytur þau endurgjaldslaust til fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Alcoa Fjarðarál styður verkefni deildarinnar með fjárframlagi og starfsmenn gefa tíma sinn í hinu svokölluðu Action-verkefni.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.


Stjórn

Stöðvarfjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Jóhanna Margrét Agnarsdóttir Formaður formadur.stodvarfjordur (hjá) redcross.is
Guðrún Ármannsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.stodvarfjordur (hjá) redcross.is
Rósmarý Dröfn Sólmundardóttir Meðstjórnandi
Þóra Björk Nikulásdóttir Meðstjórnandi
Bjarni Stefán Vilhjálmsson Varamaður