• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Vopnafirði

Kennitala 551082-0249

Deild Rauða krossins á Vopnafirði var stofnuð í október 1982 og var fyrsti formaður stjórnar Bragi Dýrfjörð, flugumsjónarmaður. Deildin er með aðstöðu í Jónsveri að Hamrahlíð 15.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Fjöldahjálparstöð er staðsett í grunnskólanum á Vopnafirði. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á Austurlandi.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin fyrir almenning og fyrirtæki og fá elstu bekkir grunnskólans skyndihjálparnámskeið reglulega. Þá heldur deildin jafnframt námskeiðið Börn og umhverfi fyrir grunnskólanemendur.

Prjónahópur er félag aldraðra sem prjónar afurðir í Rauða kross búðir.

Fatamarkaður er haldinn nokkrum sinnum á ári.

Fatasöfnunargámur er staðsettur við Jónsver og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum á bretti og Eimskip flytur þau endurgjaldslaust til fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 864 6753.


Stjórn

Vopnafjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Sölvi Kristinn Jónsson Formaður formadur.vopnafjordur (hjá) redcross.is 8966499
Jakobína Ósk Sveinsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.vopnafjordur (hjá) redcross.is 7720385
Kolbrún Gísladóttir Meðstjórnandi 6917843
Halldóra Andrésdóttir Varamaður halldoraa ( @ ) simnet ( . ) is 8630262