Rauði krossinn í Búðardal
Kennitala 620780-2359
Deildin var stofnuð í júlí 1980 og var fyrsti formaður stjórnar Guðrún M. Björnsdóttir, kennari. Rauði krossinn í Búðardal starfar í Dalasýslu og Reykhólasveit. Deildin hefur aðstöðu að Vesturbraut 12 og fundar þar reglulega.
Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega og eru á útkallslista almannavarna ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Fjöldahjálparstöðvar eru í Auðarskóla í Búðardal og grunnskólanum á Reykhólum.
Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega og námskeið í sálrænum stuðningi eftir þörfum.
Fatasöfnun er á gámasvæðinu í Búðardal og eru fötin send ókeypis með Flytjanda í Fatasöfnun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 456 3180.