• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ varð til 29. apríl 2015 við sameiningu deilda Rauða krossins í bæjarfélögunum tveimur. Rauða kross starf á sér þó langa sögu í báðum bæjarfélögum en áður höfðu báðar deildir unnið í fjölda ára að verkefnum í þágu Rauða krossins. Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður árið 1941 og Rauði krossinn í Garðabæ árið 1963 og hefur starfið í sveitarfélögunum verið óslitið síðan. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og tekið mið af þörfinni á hverjum tíma.

Verkefni Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ eru margvísleg. Um þessar mundir er félagsstarf með umsækjendum um alþjóðlega vernd stærsta verkefnið. Deildin sér einnig um símavinaverkefni Rauða krossins á landsvísu, tekur þátt í mótttöku flóttamanna og er með námsaðstoð fyrir grunnskólabörn.   Þá tekur deildin þátt í verkefninu Föt sem framlag og hittast hópar sjálfboðaliða bæði í Hafnarfirði og Garðabæ.
"Karlar í skúrum" er fyrir karlmenn 18 ára og eldri og hefur verið starfrækt undanfarin þrjú ár. Deildin sér einnig um verkefnið "Tækifæri" sem er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára.  Bæði verkefnin hafa að markmiði að valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Deildin rak Læk, athvarf fyrir fólk með geðraskanir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ frá stofnun þess í september 2003 þar til 31. desember 2017 þegar Hafnarfjarðarbær tók alfarið við rekstrinum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ halda þó áfram að starfa á Læk.

 Hér má sjá ársskýrsluna:  ársskýsla 2018


Strandgata 24, 220 Hafnarfjörður
Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-15:00
Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10:00 til 15:00

Sími: 565 1222

Netfang: hafnarfjordur (hjá) redcross.is
Kennitala Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ er 680878-0139.

 

Stjórn

Hlutverk Nafn Netfang 
FormaðurKarólína Stefánsdóttir  formadur.hfjr.gbr (hjá) redcross.is
VaraformaðurÍris Hvanndal Skaftadóttir  
GjaldkeriJóhanna Jóhannsdóttir  gjaldkeri.hfj.gbr (hjá) redcross.is
MeðstjórnandiTelma Hlín Helgadóttir 
MeðstjórnandiPetra Ingvarsdóttir 
MeðstjórnandiIlmur Dögg Níelsdóttir 
 
MeðstjórnandiGeorg Andri Guðlaugsson 
VaramaðurGuðfinna Guðmundsdóttir 
VaramaðurBjörg Jóna Sveinsdóttir 
   


Stjórn

Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Karólína Stefánsdóttir Formaður formadur.hfj.gbr ( @ ) redcross ( . ) is
Íris Hvanndal Skaftadóttir Varaformaður
Jóhanna Jóhannsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.hfj.gbr ( @ ) redcross ( . ) is
Guðfinna Guðmundsdóttir Meðstjórnandi
Guðjón Örn Helgason Meðstjórnandi
Ilmur Dögg Níelsdóttir Meðstjórnandi
Telma Hlín Helgadóttir Meðstjórnandi
Georg Andri Guðlaugsson Varamaður