Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ varð til 29. apríl 2015 við sameiningu deilda Rauða krossins í bæjarfélögunum tveimur. Rauða kross starf á sér þó langa sögu í báðum bæjarfélögum en áður höfðu báðar deildir unnið í fjölda ára að verkefnum í þágu Rauða krossins. Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður árið 1941 og Rauði krossinn í Garðabæ árið 1963 og hefur starfið í sveitarfélögunum verið óslitið síðan. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og tekið mið af þörfinni á hverjum tíma.
Verkefni Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ eru margvísleg. Um þessar mundir er félagsstarf með umsækjendum um alþjóðlega vernd stærsta verkefnið. Deildin sér einnig um símavinaverkefni Rauða krossins á landsvísu og heldur m.a. námskeið í skyndihjálp.
Vegna Covid voru ýmis verkefni lögð til hliðar á árinu 2020 eða útfærð með öðru sniði. Námsaðstoð fyrir grunnskólabörn í bókasöfnum hefur legið niðri og hlé hefur verið gert á reglulegum samverum Föt sem framlag prjónahópsins en sjálfboðaliðar hafa unnið áfram heima og skilað afrakstrinum á Strandgötu. Í mörgum verkefnum hefur verið brugðið á það ráð að nota tæknina til þess að halda áfram að hittast
Karlar í skúrum verður sjálfstæð eining árið 2021: http://www.karlariskurum.com/
Deildin rak Læk, athvarf fyrir fólk með geðraskanir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ frá stofnun þess í september 2003 þar til 31. desember 2017 þegar Hafnarfjarðarbær tók alfarið við rekstrinum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ halda þó áfram að starfa á Læk.
Hér má sjá ársskýrsluna: ársskýsla 2018 Strandgata 24, 220 Hafnarfjörður
Vegna Covid-19 er skrifstofan lokuð að sinni.
Venjulegur opnunartími er:
mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-15:00
Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10:00 til 15:00
Sími: 565 1222 eða 570 4000 (skiptiborð)
Netfang: hafnarfjordur (hjá) redcross.is
Kennitala Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ er 680878-0139.
Stjórn
Hlutverk | Nafn | Netfang |
---|---|---|
Formaður | Karólína Stefánsdóttir | formadur.hfjr.gbr (hjá) redcross.is |
Varaformaður | Íris Hvanndal Skaftadóttir | |
Gjaldkeri | Jóhanna Jóhannsdóttir | gjaldkeri.hfj.gbr (hjá) redcross.is |
Meðstjórnandi | Telma Hlín Helgadóttir | |
Meðstjórnandi | Petra Ingvarsdóttir | |
Meðstjórnandi | Ilmur Dögg Níelsdóttir | |
Meðstjórnandi | Georg Andri Guðlaugsson | |
Varamaður | Guðfinna Guðmundsdóttir | |
Varamaður | Björg Jóna Sveinsdóttir |