• 20181106_101520

Börn í leikskólanum Norðurbergi styrkja heilsugæslu á hjólum í Sómalíu

14. jan. 2020

Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir dyggan stuðning barnanna í Norðurbergi, fjölskyldna þeirra og starfsmanna leikskólans Norðurbergs.

Framlög úr fjáröflunum barna fyrir Rauða krossinn eru jafnan notuð til að leggja börnum annars staðar í heiminum lið. Í ár rennur allt fé sem börn á Íslandi hafa safnað fyrir Rauða krossinn til heilsugæslu á hjólum í Sómalíu. Með þessu framlagi barna á leikskólanum Norðurbergi hafa alls rúmar 430.000 krónur safnast til verkefnisins.

Sjá nánar um heilsugæslu á hjólum hér .