• FF-Hfj-9-jan

Föt sem framlag

Prjóna, hekla og sauma föt fyrir hjálparstarf

17. janúar 2018

Ertu með eitthvað á prjónunum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ prjóna, hekla og sauma föt fyrir hjálparstarf. Það er stækkandi hópur sjálfboðaliða sem hittist og tekur þátt í verkefninu en sumir hekla, prjóna eða sauma heima og færa okkur afraksturinn.

Föt sem framlag í Hafnarfirði hittist í húsnæði deildar, Strandgötu 24 í Hafnarfirði á þriðjudögum klukkan 13-15.

Föt sem framlag í Garðabæ, hittist annan og fjórða miðvikudag í mánuði  klukkan 13-15 í setustofu hjúkrunarheimilisins Ísafold, Strikinu 3 í Garðabæ.  Dagsetningar á vorönn 2018 eru eftirfarandi: 
10. janúar 
24. janúar
14. febrúar
28. febrúar
7. mars
21. mars
11. apríl
25. apríl
9. maí
23. maí

Útbúnir eru sérstakir ungbarnapakkar fyrir 0-12 mánaða sem sendir eru til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi.  Í hverjum pakka eru peysur, samfellur, húfa, teppi, handklæði, sokkapör og buxur.

Við tökum við öllu afgangsgarni, efni og prjónum sem fólk er tilbúið að gefa í verkefnið. 

Það eru allir hjartanlega velkomnir að taka þátt. Rjúkandi kaffi á könnunni og með því.

Nánari upplýsingar: hulda@redcross.is eða í síma 570 4220.