• Fyrsta-stjorn-asamt-Herdi-starfsmanni-Karlar-i-skurum-feb-2018

Fyrsti stjórnarfundur Karla í skúrum

9. febrúar 2018

Fyrsti stjórnarfundur Karla í skúrum verkefnisins var haldinn að Strandgötu í dag. Undirbúningur og skipulagning á opnun fyrsta skúrsins er í fullum gangi.

Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni sem er opið fyrir alla karlmenn. Skúrinn veitir öruggt og vinalegt umhverfi þar sem karlmenn á öllum aldri geta unnið að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum sem þeir ákveða sjálfir. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.

Karlar í skúrum  byrjaði fyrir tæplega tuttugu árum í Ástralíu, undir nafninu Men in Sheds, og hefur síðan þá náð fótfestu m.a. í Danmörku, Bandaríkjunum, Bretlandi, og Írlandi. Alls staðar hefur þetta verkefni gengið einstaklega vel. Í dag eru til dæmis um 450 „skúrar“ bara á Írlandi en Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ er í sambandi við samstarfsaðila þar.

Nánari upplýsingar veitir Hörður Sturluson í síma 694 1281 eða á hordur@redcross.is