• Raudu-krossinn

Leitum að "reddara"

26. október 2018

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að "reddara". Þetta er sjálfboðaliðastarf sem felst aðallega í því að fara og sækja matvörur í fyrirtæki sem gefa okkur afgangs vörur. Það er nauðsynlegt að eiga bíl en þessar vörur eru fyrir fjölmörg verkefni sem Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ er með. Þetta er aðallega bakkelsi og grænmeti.

Reddari Rauða krossins getur sótt vörur einn morgun eða einn dag fast í hverri viku eða fleiri daga ef hann vill. Reddarar Rauða krossins geta verið fleiri en einn aðili. 
Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 570 4220 eða evadogg@redcross.is