• Sofnun-reidhjola

Rauði krossinn og Hjólafærni safna reiðhjólum

1. ágúst 2018

Hjólafærni og Rauði krossinn safna á ný reiðhjólum fyrir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ og Hjólafærni standa í sumar að verkefni þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá aðstöðu og aðstoð við að gera upp reiðhjól sem þau fá svo til eignar. Aðgengi umsækjenda um alþjóðlega vernd að samgöngum, afþreyingu og líkamsrækt er verulega skert og miðar verkefnið að því að bæta úr því og draga úr félagslegri einangrun þeirra.

Tekið er við hjólum á endurvinnslustöð Sorpu í Breiðhellu í Hafnarfirði fram í miðjan september. Þá förum við í vetrardvalann.

Tekið er á móti reiðhjólum sem mega þarfnast minniháttar viðgerða og eiga möguleika á að öðlast nýtt líf.