• 11058278_755594941238073_8820668047716509292_o

Sjálfboðaliðar fengu skemmtilega heimsókn á öskudaginn

16. febrúar 2016

 

Á öskudag komu sjálfboðaliðar í Föt sem framlagi í Garðabæ saman til að pakka í ungbarnapakka fyrir Hvíta-Rússland. Hópurinn pakkaði í fyrsta skipti í húsnæði sameinðrar Hafnarfjarðar- og Garðbæjardeildar að Strandgötu í Hafnarfirði og var ánægja með aðstöðuna.

 

Sjálfboðaliðarnir hafa verið sérlega iðnir síðust mánuði og því mikið til af saumuðum, hekluðum, prjónuðum og notuðum vörum í pakkana. Alls var pakkað í 120 pakka að þessu sinni auk þess sem 120 ullarpeysum og 130 pörum af ullarsokkum var pakkað sérstaklega til viðbótar.

 

Þar sem þetta var á öskudag tóku sjálfboðaliðar og verkefnastjóri einnig á móti syngjandi börnum meðan pakkað var og fengu þau heitt kakó og smá sælgæti í kroppinn að launum.