• Red_cross_needs_you

Sumarafleysing forstöðumanns Lækjar

23. mars 2017

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar eftir sumarafleysingu forstöðumanns Lækjar.

Í Læk er unnið eftir hugmyndafræði valdeflingar (e. empowerment) en í þeirri hugmyndafræði er stuðlað að betri líðan einstaklinga með geðraskanir og hvatning til að hafa skoðanir, taka ákvarðanir og velja sér lífsstíl sjálfir.

Helstu verkefni eru:
- Umsjón með starfsemi Lækjar.
- Umsjón með gestum Lækjar.
- Umsjón með starfsmönnum Lækjar og bókhaldi.
- Veita gestum stuðning og vera þeim til staðar.

Hæfniskröfur:
- Háskólapróf eða sambærileg menntun.
- Þekking og/eða reynsla af málefnum einstaklinga með geðraskanir.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum.

 

Lækur er í notalegu húsi við lækinn í Hafnarfirði. Vinnutímar eru 9-16 alla virka daga og vinnutímabil er frá 29. júní til 14 ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 9.apríl. 

Umsóknum skal skilað í einu pdf skjali til Páls Daníelssonar, deildarstjóra Rauða krossins í
Hafnarfirði og Garðabæ, á netfangið palli@redcross.is en Páll gefur jafnframt nánari upplýsingar
um starfið. Öllum umsóknum verður svarað.