Þórdís Guðjónsdóttir heiðruð

Fyrir störf sín í þágu fólks með geðraskanir

15. febrúar 2018

Þórdís Guðjónsdóttir forstöðumaður Lækjar og starfsmaður Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ lauk störfum núna í janúar síðastliðnum eftir hátt í fimmtán ára starf. Hún hefur unnið þar frá opnun 24. september 2003.

Lækur er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Markmið Lækjar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins. Gestir Lækjar hafa verið margir í gegnum tíðina og hafa þeir ávallt sýnt mikið þakklæti fyrir starfið sem Þórdís hefur unnið.

Við starfslok Þórdísar var haldinn veisla henni til heiðurs þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar komu saman samstarfsfólk, sjálfboðaliðar og fólk sem hafði komið að rekstri Lækjar seinustu fjórtán og hálfa árið. 

Þórdís var að mörgu leyti einn af brautryðjendum í starfi í þágu geðheilsu. Hún sýndi ávallt nærgætni og hafði virðingu að leiðarljósi í sínum störfum. Í veislunni var henni veitt viðurkenning fyrir frábær störf í þágu fólks með geðraskanir.


Til-ad-not-2Til-ad-nota-10

Fengnir voru "leynisöngvarar" til þess að skemmta, en það voru einmitt börn Þórdísar þau: Margrét Júlíana, Þórhallur og Heiðrún Björt. Komu þau fram undir dyggum gítarleik eiginmanns Þórdísar, hans Sigurðs Björgvinssonar. Ostabúðin á Skólavörðustíg bauð svo upp á dýrindis veitingar í tilefni  dagsins og eiga þau miklar þakkir skilið fyrir gjafmildina.

Starf Lækjar mun halda áfram um ókomna tíð. Hafnarfjarðarbær hefur nú tekið yfir rekstur Lækjar og mun vonandi gera það með sóma næstu árin. Við óskum þeim velfarnaðar í því starfi

Stjórn og starfsfólks Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ þakkar Þórdísi kærlega fyrir samstarfið og óskar henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar.