• Hopurinn-fyrir-utan-rutuna-a-Selfossi

Vorferð föt sem framlag

15. apríl 2019

Það voru 50 sjálfboðaliðar úr Föt sem framlag hópunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ sem gerðu sér glaðan dag á miðvikudaginn síðasta og heimsóttu Rauða krossinn á Selfossi. Á leiðinni var komið við í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði þar sem Guðríður skólastjóri tók vel á móti okkur og sýndi okkur og sagði frá í gróðurhúsunum og svo var komið við í Álnavörubúðinni í Hveragerði.

 Við komum svo ekki að tómum kofanum á Selfossi frekar en fyrri daginn en þar var boðið upp á dýrindis súpu og brauð. Þar gafst einnig tækifæri til að sjá hvað Föt sem framlag á Selfossi er að prjóna, sauma og hekla og til skrafs og ráðagerða varðandi verkefnið Föt sem framlag sem er að taka breytingum um þessar mundir. Nýverið var hætt að senda ungbarnapakka til Hvíta-Rússlands og ákveðið að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru því að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna.