• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ varð til 29. apríl 2015 við sameiningu deilda Rauða krossins í bæjarfélögunum tveimur. Rauða kross starf á sér þó langa sögu í báðum bæjarfélögum en áður höfðu báðar deildir unnið í fjölda ára að verkefnum í þágu Rauða krossins. Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður árið 1941 og Rauði krossinn í Garðabæ árið 1963 og hefur starfið í sveitarfélögunum verið óslitið síðan. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og tekið mið af þörfinni á hverjum tíma.

Verkefni Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ eru margvísleg. Um þessar mundir er félagsstarf og heimsóknir til hælisleitenda stærsta verkefnið. Deildin sinnir einnig  heimsóknavinaverkefni, tekur þátt í mótttöku flóttamanna og er með heimanámsaðstoð fyrir grunnskólabörn.   Þá tekur deildin þátt í verkefninu Föt sem framlag og hittast hópar sjálfboðaliða bæði í Hafnarfirði og Garðabæ.
Ný verkefni í þróun eru "Karlar í skúrum" fyrir karlmenn 18 ára og eldri sem  og "Tækifæri" sem er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Bæði verkefnin hafa að markmiði að valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Deildin rak Læk, athvarf fyrir fólk með geðraskanir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ frá stofnun þess í september 2003 þar til 31. desember 2017 þegar Hafnarfjarðarbær tók alfarið við rekstrinum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ halda þó áfram að starfa á Læk.

 

Strandgata 24, 220 Hafnarfjörður
Opið frá kl. 10:00 til 15:00 alla virka daga.
Sími: 565 1222

Netfang: hafnarfjordur (hjá) redcross.is
Kennitala Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ er 680878-0139.

 


Stjórn

Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Benedikt Gröndal Formaður formadur.hfj.gbr (hjá) redcross.is 6625007
Karólína Stefánsdóttir Varaformaður karolinastefansdottir ( @ ) gmail ( . ) com 6981277
Íris Hvanndal Skaftadóttir Gjaldkeri gjaldkeri.hfj.gbr (hjá) redcross.is 8534714
Guðfinna Guðmundsdóttir Meðstjórnandi gudfinna.gudmundsdottir ( @ ) gmail ( . ) com 7779880
Guðjón Örn Helgason Meðstjórnandi gudjonoh ( @ ) reykjavik ( . ) is 6939328
Ilmur Dögg Níelsdóttir Meðstjórnandi ilmur81 ( @ ) gmail ( . ) com 8488014
Telma Hlín Helgadóttir Meðstjórnandi
Ásta Möller Sívertsen Varamaður astamoller ( @ ) gmail ( . ) com 8217181
Jóhanna Jóhannsdóttir Varamaður johannaj2611 ( @ ) gmail ( . ) com 8917609