• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-
  • Sigurjon-og-Gudbjorg1

Rauði krossinn í Kópavogi

Tilgangur starfsins er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Kópavogsdeild er ein 42 deilda Rauða krossins á Íslandi og þriðja stærsta deild félagsins með 1.932 félaga í lok árs 2017. Deildin hefur skrifstofu og félagsaðstöðu í eigin húsnæði í Hamraborg 11, 2. hæð.  

Starfið byggir á sterkum mannauði og þótt oft sé framlag deildar til samfélagsins óáþreifanlegt í fjármunum talið er samfélagsauðurinn mikill og eykst með hverjum sjálfboðaliða í starfi. Sjálfboðaliðar með samning voru um 350 í lok árs 2017 en fjölmargir vinna margvísleg sjálfboðin störf í þágu Kópavogsdeildar án þess að hafa samning. 

Starfskonur eru þrjár í jafnmörgum starfshlutföllum og starfar hver og ein í fjölbreyttum verkefnum. Sjálfboðaliðar halda uppi verkefnum með dyggum stuðningi starfsfólks. Sameiginlegt átak sjálfboðaliða og starfsmanna gerir deildina að því sem hún er. 

Áhersluverkefni Rauða krossins í Kópavogi eru verkefni sem vinna gegn félagslegri einangrun á fjölbreyttan máta. Deildin er leiðandi í þróun slíkra verkefna á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á heimsóknavini, en á landsvísu hefur Kópavogsdeild umsjón með hundavinum og símavinum. Að auki er deildin með verkefni sem vinna gegn félagslegri einangrun innflytenda, m.a. með vikulegum samverum foreldra í Hamraborginni. 


Skrifstofa Rauða krossins í Kópavogi 

Staðsetning: Hamraborg 11, 200 Kópavogur. 

Sími: 
- 570 4061
- 570 4062
- 570 4063

Netfang: kopavogur(hjá)redcross.is
Kennitala Rauða krossins í Kópavogi er 530379-0199.
Bankaupplýsingar: 0130-26-410816Stjórn

Kópavogsdeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Davíð Dominic Lynch Formaður formadur.kopavogur (hjá) redcross.is
Margrét Halldórsdóttir Ritari
Anna Þórðardóttir Bachmann Gjaldkeri gjaldkeri.kopavogur (hjá) redcross.is
Gaukur Steinn Guðmundsson Meðstjórnandi
Guðbjörg Sveinsdóttir Meðstjórnandi
Baldur Steinn Helgason Varamaður
Hörður Bragason Varamaður