• IMG_1002_1518791556788

308 ungbarnapakkar útbúnir

Hlýja frá sjálfboðaliðum í Kópavogi

16. febrúar 2018

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar í Föt sem framlag pökkuðu 308 ungbarnapökkum til að senda til Hvíta Rússland þann 14. febrúar. Auk þessa fara fjölmargar góðar handgerðar flíkur fyrir eldri börn. Föt sem framlag er liður í alþjóðlegu hjálparstarfi Rauða krossins og árlega fá þúsundir fjölskyldna í Hvíta Rússlandi hlý og góð föt frá Íslandi sem sjálfboðaliðar hafa lagt metnað sinn í að útbúa fyrir þau. Í Hvíta Rússlandi er mjög kalt og fötin frá Íslandi hafa hlýjað mörgum ungabörnum þar undanfarin ár. 

HvitaRussland_fsfUngabarn

Lionsklúbburinn Engey í Kópavogi hefur stutt verkefnið undanfarið ár, prjónað og pabbað og þakkar Rauði krossinn í Kópavogi þeim kærlega fyrir þeirra framlag og félagsskap. 
Sjálfboðaliðar úr mannúðarfræðslu í Kársnesskóla mæta í hverjum mánuði og hjálpa til, jafnvel þótt sjálfboðaliðahluti valsins sé löngu búinn. Þær eru því yngstu sjálfboðaliðarnir í Föt sem framlag í Kópavogi, að klára 10. bekkinn í vor.

Karsnesskolastelpur-i-fsf