• Pokkun_1537274782842

320 ungbarnapakkar útbúnir

13. september 2018

Þvílíkar ofurhetjur eru sjálfboðaliðar í verkefninu föt sem framlag í Kópavogi! Sem hluti af alþjóðlegu hjálparstarfi hafa sjálfboðaliðar verkefnisins séð um að prjóna og sauma ungbarnaflíkur og teppi sem síðan eru send út til Hvíta Rússlands en þar er mjög kalt og fötin frá Íslandi hafa hlýjað mörgum ungabörnum þar undanfarin ár . Í síðustu viku fór fram fatapökkun þar sem sjálfboðaliðar náðu að pakka afrakstri síðustu sex mánaða í 320 pakka á ótrúlegum tíma. Sjálfboðaliðar gæddu sér síðan á góðum kaffiveitingum á meðan pökkun stóð.

Áhugasamir um þátttöku í starfinu geta haft samband í síma 570-4060 eða sent tölvupóst á netfangið kopavogur@redcross.is

Rauði krossinn í Kópavogi þakkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir að vera frábær í alla staði!