• Garpurogmargret

Aðalfundur Kópavogsdeildar 2018

15. mars kl. 20 í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi

23. febrúar 2018

Rauði krossinn í Kópavogi heldur aðalfund sinn þann 15. mars í húsnæði sínu að Hamraborg 11, 2. hæð. Að venju verður flutt áhugavert erindi sem tengist starfi deildarinnar áður en formlegur fundur er settur. Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar kemur og fjallar um tengsl fátæktar og félagslegrar einangrunar, en hún hefur unnið með fólki sem býr við fátækt í fjöldamörg ár.

Garpurogmargret


Venjuleg aðalfundarstörf taka síðan við eftir umfjöllun og umræður og ársreikningar 2017 bornir upp til samþykktar. Skýrslu stjórnar mun David formaður flytja með líflegum hætti að vanda áður en kjör stjórnar tekur við og áætlun næsta árs. Til kjörs er formaðurinn, en David býður krafta sína áfram til tveggja ára, ásamt tveimur stjórnarmönnum. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn deildarinnar eru beðnir að hafa samband við deildarstjóra, Silju á netfanginu silja (@) redcross.is , 
Kökur og kaffigott verða boðnar í hléi.