• IMG_4182

Aðventugleði í Sunnuhlíð

13. desember 2016

Síðastliðinn sunnudag bauð Rauði krossinn í Kópavogi heimilisfólki í Sunnuhlíð og aðstandendum þeirra í árlega aðventugleði. Þar voru margir saman komnir og naut fólkið þessarar notalegu stundar. Gleðin byrjaði á aðventukaffi þar sem að fólkinu var boðið upp á jólakökur og kaffi. Eftir það var séra Sigurður, frá Kópavogskirkju, með stutta aðventuhugvekju og að lokum tóku þær Unnur Sara Eldjárn og María Viktoría Einarsdóttir nokkur vel valin jólalög með hópnum.

Það var ljúft og skemmtilegt andrúmsloft á staðnum og færðist jólaandi yfir hópinn en þessi aðventugleði er orðinn árlegur hluti í jólaundirbúningi heimilisfólksins.