• 20181209_161741

Aðventuhátíð í Sunnuhlíð

17. desember 2018

Um helgina fór fram aðventuhátíð á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Rauði krossinn í Kópavogi og Sunnuhlíð hafa um árabil viðhaldið góðu samstarfi þegar kemur að félagsstarfi og þar að auki tók Kópavogsdeildin þátt í uppbyggingu Sunnuhlíðar. Á hátíðinni var boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, jólakökur og sherry. Presturinn Sunna Dóra Möller las jólasögu fyrir mannskapinn og söngkonan Linda Hartmanns spilaði og söng falleg jólalög. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakklátur fyrir gott samstarf við Sunnuhlíð.  Þeir koma að margvíslegu félagsstarfi á heimilinu með félagsskap, söng, upplestri, gönguferðum, föndri, prjónaskap, bocce og hundavinir kíkja einnig við. Rauði krossinn þakkar Sunnuhlíð fyrir árið sem er að líða og öllum sem tóku þátt í gleðinni. 

20181209_15343620181209_15545820181209_153504