• Adventugledi-Sunnuhlid-2019-2

Aðventuskemmtun í Sunnuhlíð

12. desember 2019

Síðastliðinn sunnudag fór fram aðventuskemmtun á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og hafa viðhaldið góðu samstarfi um árabil. Sunnuhlíð bauð upp á heitt kakó og Kópavogsdeild Rauða krossins kom með ýmsar kræsingar, jólatertur og smákökur. Þar að auki voru skemmtiatriði þar sem presturinn Sunna Dóra Möller las upp sögu og söng og tónlistarkonan Harpa Thorvaldsdóttir spilaði á píanó og söng jólalög. Mannskapurinn söng í kór í notalegheitum.

Rauði krossinn í Kópavogi þakkar Sunnuhlíð fyrir gott samstarf á liðnu ári og sendir hátíðarkveðjur.