• IMG_09804

Ánægjulegur stjórnarfundur í Rauða krossinum í Kópavogi

6. september 2017

Stjórnarfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær.  Þar komu saman stjórn deildarinnar og starfsmenn. Á fundinum var sett upp hugguleg stemning þar sem Margrét Halldórsdóttir meðlimur stjórnarinnar byrjaði fundinn með því að spila Celeste Aida eftir Verdi með Enrico Caruso af netinu. Starfsmenn kynntu fjölbreytt verkefni deildarinnar, markmið á næstu misserum og greindu frá framtíðarsýn. Stjórnarfólk hlustaði og virtu hugmyndirnar ásamt því að hafa eitthvað til málanna að leggja.

Það er afar gagnlegt í starfi Rauða krossins að fá fleiri sjónarmið upp á yfirborðið þegar verkefni koma til framkvæmda. Fundurinn var því mjög uppbyggjandi og hvetjandi fyrir þær áskoranir sem bíða í haust og komandi tíð.

Stjórnarfundurinn var í heild sinni mjög ánægjulegur og upplýsandi fyrir starf deildarinnar sem er í blóma í góðu samstarfi sjálfboðaliða og starfsmanna.