• IMG_0855_600

Bílstólar veita nýjum landsmönnum tækifæri til að ferðast

22. mars 2016

 

Í síðustu viku bauð Rauði krossinn í Kópavogi flóttafólkinu sem fluttist til bæjarins í janúar í Rauðakrosshúsið. Tilefnið var það að Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi vildi gefa fólkinu fimm bílstóla.

 

Fólkið sem er nýflutt til landsins hefur lítið getað ferðast með stuðningsfjölskyldum sínum þar sem börnin hafa hingað til ekki átt bílstóla. Rótarýklúbburinn ákvað því að það væri tilvalið að leggja fram þeirra aðstoð í þessu formi.

 

Fólkið mætti í Rauðakrosshúsið með bros á vör og var mjög þakklátt fyrir þessa fallegu gjöf. Það var gaman að sjá börnin máta stólana um leið og foreldrarnir lærðu á öryggisatriðin.

 

Á myndinni má sjá fjölskyldurnar tvær ásamt fulltrúum frá Rótarýklúbbnum og Rauða krossinum.