• IMG_0222

Bingókvöld hjá heimsóknavinum í Kópavogi

27. október 2016

Heimsóknavinir í Kópavogi hittast reglulega, spjalla og eiga góða stund saman. Í gær var aðeins breytt til og hittist hópurinn í Dvöl þar sem þau spiluðu saman bingó. Veglegir vinningar voru í boði, allt frá snyrtivörum, skyndihjálpartösku í leikhúsmiða. Fjórir heppnir heimsóknavinir hrepptu alla vinningana en skemmtileg stemning var á staðnum.

IMG_0218

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk sem hefur einhverra hluta vegna einangraðst og þarf á félagsskap að halda. Það er þó líka mikilvægt fyrir sjálfboðaliðana að hafa tækifæri til að hittast, bæði til að deila ráðum með hvor öðrum sem og einfaldlega til að hafa gaman.

IMG_0213