• IMG_1008

Enn eitt met slegið í fatapökkun í Rauða krossinum í Kópavogi

15. september 2017

Síðastliðinn miðvikudag var fatapökkun í verkefninu Föt sem framlag. Hópur dugnaðarforka sjá um að prjóna og sauma ungbarnaflíkur og teppi sem er hluti af alþjóðlegu hjálparstarfi. Sjálfboðaliðinn Hulda Þorsteinsdóttir sér um utanumhald verkefnisins og hefur gert það með sóma í nokkur ár. Þar að auki mættu nýir og hressir sjálfboðliðar úr Kársnesskóla, þær Alísa Guðlaugsdóttir og Kinga Ruszczyk sem hjálpuðu til með pökkun. Gaman  er að segja frá því að slegið var enn og aftur nýtt met í fatapökkun og á mettíma! Pakkarnir voru samtals 414 og verða sendir til Hvíta-Rússlands. Sjálfboðaliðar gæddu sér á góðum kaffiveitingum, köku og rjóma eftir pökkunina.

Áhugasamir um þátttöku í starfi geta haft samband í síma 570-4060 eða sent póst á netfangið kopavogur@recdross.is

Rauði krossinn í Kópavogi þakkar fyrir framlagið og dýrmætt starf! 


IMG_1002

IMG_1000IMG_0985