• Margretlofts2

Fallegar og hlýjar peysur

4. september 2018

Hún Margrét Loftsdóttir, sjálfboðaliði í verkefninu Föt sem framlag í Kópavogi kom í síðustu viku með gullfallegar barnapeysur sem hún prjónaði. Þessar peysur verða sendar út til Hvíta Rússlands þar sem þær munu svo sannarlega koma að góðum notum.

Verkefnið Föt sem framlag er starfrækt í mörgum deildum Rauða krossins um land allt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu þá getur þú haft samband við Rauða kross deildina í þínu sveitarfélagi.