• IMG_0555

Föt sem framlag byrjar aftur eftir sumarfrí

22. ágúst 2016

Verkefnið Föt sem framlag hefst aftur að loknu sumarfríi með prjónakaffi miðvikudaginn 31. ágúst kl. 14-16.

Sjálfboðaliðar í verkefninu hittast einu sinni í mánuði í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi að Hamraborg 11 þar sem þeir prjóna, sauma og spjalla. Það er ávallt heitt á könnunni og með því. Það er kraftmikill hópur sjálfboðaliða sem starfar í þessu verkefni en verið er að útbúa fatapakka fyrir ungabörn sem sendir eru til Hvíta-Rússlands. Mikil þörf er á þessum pökkum þar sem gríðarlegur kuldi og fátækt eru þar í landi. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi sjá síðan um að dreifa fatapökkum til þeirra sem á þurfa að halda. Á þessu ári hafa sjálfboðaliðar nú þegar pakkað 311 pökkum í Kópavogi og verður önnur pökkun fljótlega á haustmánuðum. 

Dagsetningar á prjónakaffinu í haust verða sem hér segir: 

31. ágúst kl. 14-16

28. september kl. 14-16

26. október kl. 14-16

30. nóvember kl. 14-16

Allir eru velkomnir sem vilja taka þátt í verkefninu og láta gott af sér leiða í alþjóðlegu hjálparstarfi.