• Fsf-hulda-asamt-karsnesskolanemum
  • Hvitarussland_fsfungabarn_1535385994508

Föt sem framlag byrjar aftur eftir sumarfrí

27. ágúst 2018

Verkefnið Föt sem framlag hefst aftur að loknu sumarfríi með prjónakaffi miðvikudaginn 29. ágúst kl. 14-16.

Sjálfboðaliðar í verkefninu hittast einu sinni í mánuði í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi að Hamraborg 11 þar sem þeir prjóna, sauma og spjalla. Það er ávallt heitt á könnunni og með því. Það er kraftmikill og hress hópur sjálfboðaliða sem starfar í þessu verkefni en verið er að útbúa fatapakka fyrir ungabörn í neyð.

Dagsetningar á prjónakaffinu í haust verða sem hér segir: 

29. ágúst kl. 14-16

26. september kl. 14-16

31. október kl. 14-16

28. nóvember kl. 14-16

Allir eru velkomnir sem vilja taka þátt í verkefninu og láta gott af sér leiða í alþjóðlegu hjálparstarfi. 

Fyrir frekari upplýsingar má hringja í síma 570-4060 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is