• Hopmynd

Frábært framlag frá Hólmavík

9. maí 2018

Hjartahlýja og örlæti kvennanna hjá félagsstarfi aldraðra á Hólmavík eiga sér engin takmörk.

Nú á dögunum færðu þær Rauða Krossinum í Kópavogi pakka fulla af handprjónuðum og saumuðum fatnaði fyrir ungabörn.

Þessir pakkar eru hluti af verkefninu Föt sem framlag og eru sendir út til Hvíta Rússlands ásamt þeim pökkum sem útbúnir eru af sjálboðaliðum í Kópavogsdeildinni.

Við hjá Rauða Krossinum í Kópavogi þökkum kærlega fyrir þetta flotta framlag.

Img_1519