Framboð óskast í stjórn Kópavogsdeildar

16. janúar 2018

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn 15. mars 2018. Að venju verða kosnir einstaklingar í stjórn deildarinnar. Leitast er við að stjórnarfólk sé af fjölbreyttum uppruna, aldri og kyni.  Kosinn verður formaður, tvær aðalmanneskjur til tveggja ára og tvær varamanneskjur til eins árs. Framboð berist til Silju Ingólfsdóttur (silja (@)redcross.is) þar sem einnig má fá nánari upplýsingar.