• Margret-Tekla-gaf-fermingarpeningana-sina-i-afallasjod

Gefur fermingarpeningana sína í hjálparstarf fyrir fólk og dýr

28. mars 2018

Þann 25. mars fermdist Margrét Tekla Arnfríðardóttir í Digraneskirkju í Kópavogi. Í dag, 28. mars kom hún í Rauða krossinn í Kópavogi og gaf stóran hluta af fermingarpeningunum sínum til góðra verka í samfélaginu.

Margrét Tekla valdi verkefni sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu er með og kallast Áfallasjóður, en þangað er hægt að sækja um aðstoð vegna áfalla og fjárhagsútgjöld þeirra vegna. Áfallasjóður hefur hjálpað mörgum og því mun gjöfin koma sér einstaklega vel.

Spurð um ástæðuna fyrir gjöfinni sagði Margrét Tekla einfaldlega að henni fyndist það góð tilhugsun að gefa eitthvað gott út í heiminn. Hún stoppaði stutt í Rauða krossinum því hún ætlaði á næsta stað þar sem hún ætlar að gefa líka í starf til hjálpar dýrum.

Rauði krossinn í Kópavogi er Margréti Teklu mjög þakklátur og það er ljóst að unga fólkið í samfélaginu á miklu meira hrós skilið en þau fá.