• 44129360_277136502930347_4201656842276831232_n

Heimsókn á Listasafn Íslands

15. október 2018

Verkefni Rauða krossins, Æfingin skapar meistarann og Listasafn Íslands hafa tekið höndum saman í verkefnum með innflytjendum.

Æfingin skapar meistarann er íslenskuþjálfun þar sem markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi fólks. Þetta er félagslegt verkefni þar sem þátttakendur og sjálfboðaliðar þróa starfið í sameiningu.

Unnið er að fjölbreyttum leiðum í þjálfuninni og er reglulega brotið upp hefðbundið form. Samtarf með Listasafni Íslands er einn liður í því, þar sem þátttakendur læra íslensku með því að fara sýningar sem safnið býður upp á ásamt leiðsögn og fleira. Síðastliðinn sunnudag bauð safnið þátttakendum og sjálfboðaliðum á sýninguna Lífsblómið sem fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Þar fengu þátttakendur að kynnast sögu Íslands. Þátttakendur náðu að undirbúa sig vel fyrir sýninguna þar sem efni sýningarinnar var tekið fyrir í íslenskuþjálfuninni daginn áður. Þátttakendur og sjálfboðliðar mættu svo daginn eftir með ágætan grunn og náðu þar með góðum skilningi á efninu á meðan leiðsögnin stóð yfir. Þátttakendur voru afar ánægðir með sýninguna og stefnt er að fleiri heimsóknum á Listsafn Íslands í vetur.

Allir sem vilja vera með í starfinu eru velkomnir að mæta kl. 10-12 í húsnæði Mímis alla laugardaga í Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. 

Ef þú vilt fylgjast með starfinu okkar þá er hægt að vera með okkur hér á Facebook.

Ef þú ert með spurningar um verkefnið þá er hægt að senda póst á kristina.erna@redcross.is