• Una

Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum

13. febrúar 2019

Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinaverkefni Rauða krossins er tilvalið fyrir þá sem njóta þess að vera í kring um hunda. Fólk á öllum aldri hefur notið samvistanna við heimsóknarhunda Rauða krossins og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka. Heimsóknahundar eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum um allt land. 

Una-saeta

Hundarnir fara ásamt eigendum sínum að heimsækja einstaklinga eða hópa á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og aðrar stofnanir. Um er að ræða klukkustunda samveru og spjall, einu sinni í viku sem fer fram annað hvort innan- eða utandyra, allt eftir samkomulagi milli gestgjafa og sjálfboðaliða. Markmið Hundavina er að rjúfa félagslega einangrun og létta einstaklingum lífið. 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni eða ef þú hefur áhuga á að fá hundavin í heimsókn þá getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is .

Tinni