• 16602749_10212153166295327_7498924396105172724_n

Hundavinir Rauða krossins í Garðheimum

15. febrúar 2017

Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinirnir eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum um allt land. Þeir eru að heimsækja á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og einnig mörgum dvalarheimilum á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til fólks og oft mun betur en fólk getur. Í upphafi hundaheimsókna þá var nánast eingöngu verið að heimsækja á dvalarheimili og stofnanir en það hefur aukist töluvert að það sé verið að heimsækja með hund á einkaheimili. Það er fólk á öllum aldri sem nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4060 eða á kopavogur@redcross.is .