• Nettverk_port_toppbilde_nettsider

Líf eftir afplánun

26. mars 2018

Rauði krossinn í Kópavogi er að hefja nýtt verkefni í haust sem mun bera heitið Félagsvinur eftir afplánun. Norski Rauði krossinn hefur verið með slíkt verkefni í rúmlega 10 ár og fóru tveir starfsmenn Kópavogsdeildar, Aðalheiður og Silja til Noregs að kynna sér starfsemina þar. Gríðarlega mikið starf er unnið þar í þágu fanga sem vilja hefja nýtt líf án afbrota. Í Osló er húsnæði þar sem fangar geta unnið og fengið starfsreynslu bæði þegar þeir eru að ljúka afplánun og að henni lokinni. 

No1Störfin sem eru í boði eru að vinna á nýopnuðu kaffihúsi sem heitir Tandem, reiðhjólaverkstæði, eldhúsi og við annað sem til fellur í húsinu. Reiðhjólaverkstæðið er bæði staðsett í húsnæðinu og eru með verkstæði á hjólum þar sem farið er í fyrirtæki og hjól starfsmanna löguð á meðan þeir eru í vinnunni.No7

 Einnig eru þeir með félagsleg verkefni þar sem sjálfboðaliði aðstoðar með hin ýmsu mál þegar afplánun lýkur. Sjálfboðaliðinn er ekki að gera neitt fyrir fangann annað en að vera til staðar fyrir hann og hjálpar honum að hjálpa sér sjálfur, læra á frelsið og þær nýjungar sem hafa átt sér stað meðan á afplánun stendur.

Íslenski Rauði krossinn mun byrja með félagslega hlutann í haust en hann verður í formi opins húss og maður á mann þar sem sjálfboðaliði aðstoðar þátttakanda við hin ýmsu mál í sínu lífi. Þegar Silja og Aðalheiður ræddu við fanga sem hafa verið að taka þátt í verkefninu í Noregi þá var nokkuð ljóst að þetta skipti þá mjög miklu máli. Þau voru búin að eignast nýtt heilbrigt félagsnet í kringum þennan félagsskap og vakti hjá þeim von um að geta tekið þátt og lifað lífi eins og aðrir í samfélaginu með reisn og sjálfsvirðingu þó að bakgrunnurinn væri litaður af afbrotum. Það er von okkar að verkefnið nýtist jafn vel og það hefur reynst Norðmönnunum og hlakkar okkur til að hefja starfið í lok ágúst. Undirbúningur er í fullum gangi og áhugasamir sjálfboðaliðar og þátttakendur geta haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi s. 570-4000 eða sent tölvupóst á adalheidur@redcross.is