• 20151019_102919_600

Íbúar í Sunnuhlíð prjónuðu teppi fyrir Rauða krossinn

26. október 2015

Í síðustu viku fór Aðalheiður, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Kópavogi, í Sunnuhlíð til að taka á móti teppum sem að íbúar þar höfðu prjónað. Fólkið hafði prjónað heilan helling af teppum en í Sunnuhlíð taka sumir íbúar þátt í hópstarfi sem kallast Virkni. Þau í hópnum prjóna fjöldan allan af teppum og fötum sem þau síðan gefa til Rauða krossins í Kópavogi. Þetta framlag þeirra mun klárlega nýtast vel í Föt sem framlag verkefnið okkar, þar sem við sendum fatnað og teppi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Við viljum þakka öllum í Virkni hópnum hjartanlega vel fyrir þeirra framlag!  

20151019_102631_600