• IMG_0737_600

Hrekkjavaka hjá Alþjóðlegum foreldrum

30. október 2015

Í gær héldu Alþjóðlegir foreldrar upp á Hrekkjavöku. Húsið var skreytt og mættu bæði foreldrar og börn í búningum. Meira að segja veitingarnar voru skreyttar draugum og graskerum. Það var því mikið líf og fjör!

Stöð 2 mætti á svæðið og fékk að mynda hópinn. Þau tóku einnig viðtal við sjálfboðaliða og foreldra. Hér má horfa á fréttina sem var sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.