• 12734089_1035261536530173_5189143805338583919_n

Ný búð opnuð á Skólavörðustíg

29. febrúar 2016

 Á laugardaginn opnaði Rauði krossinn nýja verslun að Skólavörðustíg 12. Opnunarhátíðin gekk ljómandi vel og var margt um manninn.

 Í þessari nýju verslun verður sérstök áhersla lögð á merkjavöru og vandaðar flíkur, í von um að það úrval sem við fáum inn af slíkum fatnaði verði aðgengilegra viðskiptavinum okkar og skili sér í hámörkun á söfnunarfé Rauða krossins.

Búðin verður opin virka daga frá klukkan 10-18 og og laugardögum klukkan 12-16. Við hvetjum alla til að líta við í þessari nýju og glæsilegu verslun okkar í miðbænum.

12744501_1035261496530177_2287581034623058205_n12743947_1035261333196860_6404059963576911934_n12705698_1035261436530183_8125343943023128995_n