• IMG_0141

Opið hús í Kópavogi

29. september 2016

IMG_0139Í gærkvöldi bauð Rauði krossinn í Kópavogi sjálfboðaliðum, félögum og áhugasömum bæjarbúum á opið hús í tilefni kynningarviku Rauða krossins. Vel heppnaðist og mættu um 40 manns á staðinn.

Ný kynningarmyndbönd voru sýnd, bæði myndband sem fjallar um starf sjálfboðaliða sem og myndband sem segir frá starfi Rauða krossins á Íslandi. Grundvallarhugsjónirnar voru ræddar sem og fordómar. Þá hafði hópurinn margt áhugavert að segja bæði um fordóma í garð innflytjenda sem og einstaklinga með geðraskanir. Var fólk almennt sammála því að Rauði krossinn þarf að vera málsvari fyrir þessa hópa. 

IMG_0125Almennt var létt yfir fólki og myndaðist skemmtilegt andrúmsloft. Fjölbreyttar veitingar voru í boði og naut fólk þess að spjalla saman um starfsemi Rauða krossins og mikilvægi sjálfboðins starfs.