• Plastlaus_sept

Plastpokalausar Rauðakrossbúðir

29. ágúst 2018

Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í árveknisátakinu Plastlaus september með því að selja pappírspoka í staðin fyrir plastpoka í búðunum í september. Með þessu móti vill Rauði krossinn leggja sitt af mörkum til að minnka notkun á einnota plasti.

Undanfarið ár hafa Rauðakrossbúðirnar einnig verið með fjölnota poka til sölu sem eru nú nær uppseldir en von er á nýjum.