• IMG_0892_480

Pökkun í Kópavogi

17. mars 2016

 

Í gær var pökkun í verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðarnir mættu með bros á vör og pökkuðu 311 ungbarnapökkum ásamt því að fylla tvo kassa af fötum fyrir eldri börn. Þessi hópur sjálfboðaliða er alveg ótrúlegur og virðist orkan aukast hjá þeim með hverju árinu! Þær tylltu sér niður inn á milli og gæddu sér á páskaskreyttum veitingum.

 

Þetta kassaflóð af gæða barnafötum verður síðan sent út til Hvíta Rússlands þar sem Rauði krossinn þar í landi sér um að úthluta þessu til barnafjölskyldna sem virkilega þurfa á hjálparhönd að halda.

IMG_0900_480IMG_0897_480IMG_0902_480IMG_0894_480