• Images

Prjónakaffi nú tvisvar í mánuði í Kópavogi

31. október 2018

Sjálfboðaliðar Föt sem framlag í Kópavogi hittast núna tvisvar sinnum í mánuði en um langa hríð hafa sjálfboðaliðar aðeins hist einu sinni í mánuði. Þessar breytingar urðu í kjölfars mikils áhuga sjálfboðaliða á að fjölga samverum. Nú hittast sjálfboðaliðar tvo miðvikudaga í mánuði í svokallað „prjónakaffi“ þar sem þær gæða sér á góðum kaffiveitingum og prjóna eða sauma fallegan gæðafatnað og teppi handa ungabörnum í Hvíta Rússlandi en þar eru veturnir mjög kaldir og fjöldi fólks lifir við mikla fátækt.

Verkefnið Föt sem framlag er starfrækt í mörgum deildum Rauða krossins um allt land. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu getur þú haft samband við Rauða kross deildina í þínu sveitarfélagi.

Hér eru upplýsingar um næstu Föt sem framlag samverur hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11.

Prjónakaffi frá kl 14-16. 

  • 14. nóvember
  • 28. nóvember
  • 16. janúar
  • 30. janúar
  • 13. febrúar
  • 27. febrúar